FLÓRAN

Flóran hefur þá sérstöðu að vera staðsett í miðju plöntu- og jurtasafni, Grasagarði Reykjavíkur, en hugmyndafræðin á bak við veitingastaðinn er sótt í staðsetninguna. Flóran ræktar stóran hluta af því hráefni sem er notað í eldhúsinu, salat, kryddjurtir og blóm, allt lífrænt ræktað af natni og alúð. 
Þannig geta gestir garðsins fræðst um plöntur og jurtir í ferð sinni um garðinn og gætt sér á afurðum úr
þeim í garðskálanum.

Flóran er opin frá 1.maí til 1.október og opnar síðan í rúman mánuð yfir jólatímann þegar jólahlaðborðið hefst. Þessi opnunartími er til að vernda plönturnar sem eru í garðskála Flórunnar.