Jólaævintýri Marentzu Poulsen

Grasagarðurinn er kominn í hátíðarbúning og hefst jólahlaðborðið í Flórunni 20. nóvember. Um er að ræða það besta af skandinavískum jólaréttum, hefðbundnum sem og í nýjum búningi að hætti Marentzu Poulsen. Ekki er um hefðbundið jólahlaðborð að ræða, allur matur er borinn á borð gestanna, nokkrir réttir í einu þar sem fólk getur bragðað á fjölbreyttum jólaréttum Flórunnar. Hörpuleikarinn Monika Abendroth leikur fyrir matargesti á föstudögum og laugardögum. 

Verð 9.400

Borðapantanir í síma 553 8872 eða í tölvupóst info@floran.is

Jólakostur Flórunnar allar helgar fram að Jólum frá 11-17.