Maturinn og umhverfið

Matseðillinn

Matseðillinn samanstendur af léttum réttum sem sækja inblásturinn til miðjarðarhafsins. Úrval Bruschetta sem eru gerðar úr heimabökuðu focaccia brauði, bragðmiklum súpum og skemmtilegum matarmiklum salötum.

Drykkir

Við erum með skemmtilegan vínseðil sem er blanda frasnskra, ítalskra og spænskra vína. Við erum einnig mjög stolt af happy hour seðlinum okkar sem býður upp á Rósavín, Freyðivín og bjór á frábæru verði.

Hráefnið

Við gætum þess að nota besta hráefni sem völ er á hverju sinni og leytumst við að nota íslenskt hráefni þar sem það er mögulegt.

Markmið Flórunnar

Okkar markmið eru að viðhalda gæðum á matnum okkur hverju sinni, rækta okkar eigið hráefni eins mikið og náttúran leyfir og að gestir Flórunnar njóti alls sem við höfum uppá að bjóða í fallegri náttúru Laugardalsins.