Veisluþjónustan okkar

Veisluþjónusta Marentzu hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því að Flóran hóf starfsemi sína árið 1997.

Veisluþjónustan býður upp á allar gerðir af veislum, stórar sem smáar, hvort sem þær eru haldnar í garðskála Flórunnar eða annars staðar, í veislu- eða ráðstefnusölum, á vinnustöðum eða í heimahúsum.

Allir réttir veisluþjónustunnar eru útbúnir úr besta fáanlega hráefni, en við erum stolt af því að eiga möguleika á því að rækta sjálf mikið af matjurtunum sem notaðar eru í matargerðina yfir sumartímann og fram á haustið.

Starfsfólk veisluþjónustunnar leggur mikið uppúr því að veita persónulega þjónustu og vanda til verka á öllum sviðum.

Leitið tilboða í gegnum netfangið info@floran.is eða í síma 5538872