sumar_2015_flóran-(80)_Banner.jpg
_MG_5236.jpg
_MG_6836.jpg
_MG_5635lit.jpg
IMG_2360.jpg
sumar_2015_flóran-(80)_Banner.jpg

Skandinavískur veitingarstaður


SCROLL DOWN

Skandinavískur veitingarstaður


 

FLÓRAN

Flóran hefur þá sérstöðu að vera staðsett í miðju plöntu- og jurtasafni, Grasagarði Reykjavíkur, en hugmyndafræðin á bak við veitingastaðinn er sótt í staðsetninguna. Flóran ræktar stóran hluta af því hráefni sem er notað í eldhúsinu, salat, kryddjurtir og blóm, allt lífrænt ræktað af natni og alúð. 
Þannig geta gestir garðsins fræðst um plöntur og jurtir í ferð sinni um garðinn og gætt sér á afurðum úr
þeim í garðskálanum.

Flóran er opin yfir sumartímann en síðan lokað yfir vetrartímann. Þessi opnunartími er til að vernda plönturnar sem eru í garðskála Flórunnar.

 
_MG_5236.jpg

Maturinn


„Okkar markmið er að búa til mat og umhverfi sem lætur fólki líða vel og hugsar tilbaka með bros á vör.“

Marentza Poulsen

Maturinn


„Okkar markmið er að búa til mat og umhverfi sem lætur fólki líða vel og hugsar tilbaka með bros á vör.“

Marentza Poulsen

Maturinn og umhverfið

Matseðillinn

Matseðillinn samanstendur af léttum réttum sem sækja inblásturinn til miðjarðarhafsins. Úrval Bruschetta sem eru gerðar úr heimabökuðu focaccia brauði, bragðmiklum súpum og skemmtilegum matarmiklum salötum.

Drykkir

Við erum með skemmtilegan vínseðil sem er blanda frasnskra, ítalskra og spænskra vína. Við erum einnig mjög stolt af happy hour seðlinum okkar sem býður upp á Rósavín, Freyðivín og bjór á frábæru verði.

Hráefnið

Við gætum þess að nota besta hráefni sem völ er á hverju sinni og leytumst við að nota íslenskt hráefni þar sem það er mögulegt.

Markmið Flórunnar

Okkar markmið eru að viðhalda gæðum á matnum okkur hverju sinni, rækta okkar eigið hráefni eins mikið og náttúran leyfir og að gestir Flórunnar njóti alls sem við höfum uppá að bjóða í fallegri náttúru Laugardalsins.


_MG_6836.jpg

Marentza Poulsen


Marentza Poulsen


Marentza Poulsen

 

Marentza Poulsen er fædd og uppalin í Færeyjum hjá matelskandi foreldrum og fluttist á unglingsaldri með fjölskyldu sinni til Íslands. Þar hóf Marentza sinn starfsferil innan veitingageirans, fyrst á Hótel Sögu og síðar á Hótel Loftleiðum. Þegar hún var 18 ára gömul fór hún til Kaupmannahafnarþar sem smurbrauðsjómfrúin varð til, Marentza hefur því sterkar taugar til Danskrar matarhefðar auk áhrifa frá móður sem kunni að nýta og gera dýrindis máltíðir úr því sem til féll. 

Eftir að Marentza fluttist aftur heim til Íslands hefur hún meira og minna starfað við matargerð og veisluþjónustu auk námskeiðahalds því tengdu. Þar má nefna stöðu veitingastjóra til margra ára í Oddfellowhúsinu og á Hótel Borg, rekstur kaffíhúss í Hlaðvarpanum og sumarhótels á Skálholti.  

Marentza hefur haldið fjöldan allan af námskeiðum þar sem hún fór stórum í tilraunum sínum til að beina Íslendingum inn á rétta braut hvað varðar jólaundirbúning, veisluhöld af öllum stærðum og gerðum og borðskreytingum að ógleymdu litla hnetuborðinu sem prýddi mörg heimili landans í aðventunni á 10. áratugnum. Marenta hóf rekstur Flórunnar í garðskála Grasagarðsins árið 1997 og hefur Flóran vaxið og þroskast ár frá ári allar götur síðan.    

 

 
_MG_5635lit.jpg

Panta borð


Panta borð


Borðapantanir og veisluþjónusta

Hafa samband í síma eða tölvupóst

Ef þú vilt hringja þá geturðu pantað borð og bókað veislur í síma 553 8872 eða sent tölvupóst á info@floran.is

If you want to reserve a table, then you can call us
(+354) 553 8872 or send an email to info@floran.is

Veisluþjónusta

Flóran sér einnig um veislur á Flórunni og einnig út úr húsi.

Flóran opnunartímar

Flóran er lokuð yfir vetrartímann. Við opnum aftur 1. maí


IMG_2360.jpg

New Page


New Page


Grasagarður
Reykjavík
Iceland